Íslenska fyrir fólk af erlendum uppruna

Þetta er námskeið fyrir fólk af erlendum uppruna með þroskahömlun sem vilja byrja að læra íslensku sem annað mál eða bæta sig í íslensku.
Um einstaklingsmiðað nám verður að ræða sem verður skipulagt í samræmi við áhugasvið, hæfni og getu. Áhersla verður lögð á orðaforða daglegs lífs, hlustun og talmál með fjölbreyttum aðferðum.
Þátttakendur fá einnig fræðslu og innsýn í íslenska menningu.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar.
Umsóknarfrestur er til 16.júní.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.