Jóla - smáréttir

Hvað er skemmtilegra en jólaboð með góðum hátíðarréttum. Á námskeiðinu munu þátttakendur elda og búa til hátíðlega smárétti sem hægt er að bjóða uppá hvort sem það er í góðu matarboði eða farið með sem smárétt í hátíðarboð.

Markmið námskeiðsins:

  • Að þátttakendur kynnist hátíðlegum smáréttum
  • Að þátttakendur öðlist færni í að búa til smárétti
  • Að þátttakendur öðlist færni í að bera fram smárétti í veislum.

Á námskeiðinu verða búnir til 4-6 réttir, meðal þeirra er:

  • Grafinn lax á ristuðu brauði
  • Bakaður ostur með epli og kanil
  • Tartalettur með hangikjöti
  • Skonsubrauðterta með heimagerðu hangikjötssalati
  • Rækjukokteill
  • Toblerone súkkulaðimús

Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 8. - 17. desember. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Staður: Fjölmennt
Verð: 4.500
Tími: 1 skipti
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Eydís Hulda Jóhannesdóttir