Jólalögin mín

Á námskeiðinu lærir þú að búa til lagalista með öllum uppáhalds-jólalögunum þínum sem þú getur svo spilað í desember. Þátttakendur mæta með eigin snjalltæki og búa til spilunarlista á Youtube eða Spotify með aðstoð kennara.

Einnig er hægt að deila lögunum sínum á samfélagsmiðla ef vilji er fyrir, eða bara átt notalega stund heima að hlusta á öll uppáhalds-jólalögin sín.

Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 8. - 17. desember, nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðs.

 

 

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Helle Kristensen
Margrét Norðdahl
Matthías Már