Jólaslökun

Margir eru orðnir vel kunnugir slökunarnámskeiðunum vinsælu í Fjölmennt. Á þessu námskeiði er slökunin tengd jólahátíðinni og aðdraganda hennar. Við tengjum þetta við dönsku hugmyndina um „Hygge“ sem er vinsæl um þessar mundir.

Á þessu námskeiði ætlum við að koma okkur vel fyrir undir teppi í notalegu andrúmslofti við snark í arineldi sem við framköllum með myndvarpa í stórri mynd. Ilmur af greni, heitu súkkulaði, kanil, negul og mandarínum fyllir rýmið. Glitrandi jólaskraut með ólíkri áferð er innan seilingar til að horfa á, komast í jólastemninguna og jólatónar í bland við slökunartónlist fá okkur til að fanga augnablikið og taka inn notalegt andrúmsloft jólanna. 

Þetta námskeið hentar þeim sem hafa litla hreyfifærni.

Námskeiðið  er í eitt skipti, 2 kennslustundir í senn,  ef næg þátttaka þá verður boðið uppá námskeið bæði fyrir og eftir hádegi. 

Námskeiðin verða haldin á tímabilinu 8. - 17. desember.

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðs.

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Nanna Eggertsdóttir
Ásrún Inga Kondrup