Kór

Námskeiðið er ætlað öllum sem hafa áhuga á að syngja og njóta tónlistar með öðrum. Ekki er gerð krafa um söngkunnáttu, heldur eru allir sem hafa áhuga á söng hvattir til að sækja um.

Á námskeiðinu er unnið með helstu þætti í hefðbundnu kórstarfi. Farið er í upphitunaræfingar fyrir rödd og líkama. Unnið verður með einraddaðan söng, keðjusöng og einfaldar útsetningar. Notaðar verða ýmsar leiðir til þess að æfa og túlka texta. Áhersla verður lögð á tónlist sem þátttakendur þekkja, en einnig verður kynnt ný tónlist. 

Kennt er einu sinni í viku, klukkustund í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.100
Tími: 7 vikur