Lærðu að nýta tækin

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig hægt er að nota tölvu / snjalltæki á fjölbreyttan hátt. 

Áhersla er lögð á að tækin nýtist þátttakendum sem best.

Viðfangsefni eru tekin fyrir allt eftir áhuga þátttakenda hverju sinni og geta meðal annars verið:

  • Að vinna með áhugamál í tölvu / snjalltækjum.
  • Að kynnast nýjum möguleikum til að vinna með ljósmyndir og myndbönd.
  • Að læra að nota snjalltæki til að velja og segja frá.
  • Að læra að nota snjalltæki til að búa til sjónrænt skipulag.
  • Að kynnast helstu möguleikum samfélagsmiðla og öruggri netnotkun.
  • Að kynnast ýmsum smáforritum, leikjum og þrautum.

Ekki er gerð krafa um að þátttakendur eigi tölvu / snjalltæki og getur námskeiðið því hentað þeim sem eru að velta fyrir sér að kaupa slíkt tæki.

Námskeiðið getur einnig hentað þeim sem hafa lengi átt tölvu / snjalltæki en langar að læra að nota það á fjölbreyttari hátt.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um notkun spjaldtölvu fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda  á þessu námskeiði.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-2 kennslustundir í senn í hálfa eða heila önn allt eftir óskum og þörfum þátttakenda.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.


Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.400 - 22.600
Tími: 8 - 16 vikur
Ásdís Guðmundsdóttir
Helle Kristensen
Kristín Eyjólfsdóttir
Þorvaldur Heiðar Guðmundsson
Steinunn Guðný Ágústsdóttir
Eydís Hulda Jóhannesdóttir