Lærðu að strauja jólafötin

Á námskeiðinu er kennd handtökin við að strauja föt. Þátttakendur koma með jólaskapið og eigin föt til að strauja.
Boðið verður uppá jólaöl og jólasmákökur.
Námskeiðið er eitt skipti í 2 kennslustundir.
Námskeiðið verður haldið á tímabilinu 8. - 19. desember. Nánari tímasetning síðar.
Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.