Lestur

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem vilja læra að lesa og æfa sig í lestri.

 

Námskeiðið er ætlað fyrir þá sem eiga við lestrarörðugleika að etja eða eru ólæsir.

Námskeiðinu er ætlað að koma til móts við fjölbreyttan hóp með það í huga að auka læsi og lestrarkunnáttu. 

Farið verður yfir grunnatriði eins og myndun hljóða og innlagnir á stöfum ásamt beinni lestrarkennslu.

Kennt verður samkvæmt hljóðaaðferð og á myndrænan hátt.

Nemendur æfa sig í upplestri einfaldra texta ásamt ritunaræfingum.

 

Viðfangsefni verður aðlagað eftir óskum og áhuga þátttakenda hverju sinni.

 

Námskeiðið stendur yfir í 5 - 10 vikur.

 

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember 

 

Bréf um inntöku mun berast þegar lágmarksþátttaka hefur náðst.

 

 

 

Athugið að enginn félagsliði er til aðstoðar í Mími og þau sem þurfa aðstoð við athafnir daglegs lífs þurfa að hafa aðstoðarmanneskju með sér.  

 

Staður: Mímir símenntun
Verð:
Tími: 5 - 10 vikur