Líf og heilsa lífsstílsþjálfun - NÝTT

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Framvegis, miðstöð símenntunar.

Námskeiðið er skemmtileg blanda af fræðslu um heilsu og heilsueflingu. 

Námið er ætlað fólki sem vill bæta eigin lífsstíl.

Áhersla er lögð á að læra að taka ábyrgð á eigin heilsu, setja sér markmið um næringu og hreyfingu og kynnast fjölbreyttum aðferðum til að rækta líkama og sál.  

Námsþættir:

  • Heilsulæsi, skráning og mat
  • Samvinna, markmiðasetning og hvatning
  • Fjölbreytt hreyfing
  • Hollt mataræði, skammtastærðir og næring
  • Andlegar áskoranir.

Kennt er tvisvar í viku, 2,5 klukkustundir í senn og fer kennsla fram hjá Framvegis miðstöð símenntunar.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Framvegis, miðstöð símenntunar
Verð: 31.100
Tími: 14 vikur