Líkamsrækt með aðstoð sýndarveruleika

Á þessu námskeiði notum við sýndarveruleika til að gera æfingar og hreyfa okkur.

Lögð er áhersla á þol, úthald og jafnvægi. Farið verður í ýmsa leiki sem keyra upp púlsinn. Hægt verður að upplifa spennandi og grípandi aðstæður og hentar vel þátttakendum með skerta hreyfigetu.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1-1,5 kennslustund í senn.

Umsóknarfrestur er til 16.júní. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.400 - 14.000 kr.
Tími: 8 vikur
Eydís Hulda Jóhannesdóttir
Matthías Már