Litir og tónar

Á námskeiðinu er unnið með upplifun á myndlist og tónlist í bland við skynjun á áferð og formum.
Námskeiðið er byggt upp í kringum þemavinnu með liti og tóna sem veita innblástur í skapandi samvinnu. Hljóðheimurinn er ýmist framandi til að vekja forvitni eða kunnuglegur til að rifja upp.
Leitast er við að skapa tækifæri fyrir tjáskipti og þátttöku á eigin forsendum. Áhersla er lögð á að finna leið til að hafa áhrif á það sem gerist hér og nú.
Nýttar eru skapandi leiðir til þess að þátttakendur geti tekið þátt í að búa til listaverk eða átt hlutdeild í því sem hópurinn gerir.
Leitast er við að þátttakendur finni fyrir öryggi og ró og spilar umgjörð rýmisins stóran þátt í upplifun þátttakenda.
Kennt er einu sinni í viku, 1,5 kennslustundir í senn.
Nánari tímasetning auglýst síðar.
Umsókarfrestur er til 16.júní.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.