Markþjálfun - styrkleikar mínir

Viltu kynnast þínum eigin styrkleikum betur, auka sjálfstraustið og læra að setja þér markmið
Þá er þetta námskeið fyrir þig!

„Styrkleikar mínir“ er 10 vikna hagnýtt og styrkjandi námskeið í markþjálfun þar sem þátttakendur fá tækifæri til að:
✨ Efla sjálfsþekkingu og jákvæða sjálfsmynd
✨ Þróa trú á eigin getu og möguleika
✨ Setja sér raunhæf og persónuleg markmið
✨ Læra leiðir til að takast á við streitu og kvíða

Við vinnum saman í öruggu og uppbyggilegu umhverfi þar sem áhersla er lögð á:
💬 Samræður og speglun
🧘‍♀️ Slökun, hugleiðslu og yoga nidra
📘 Sköpun framtíðarsýnar og markmiðasetningu
🌱 Persónulegan vöxt og vellíðan

Í hverri viku er farið yfir nýtt þema sem styrkir sjálfsmynd, sjálfstraust og jákvæða hugsun. Þátttakendur læra að nýta eigin styrkleika og fá hvatningu til að taka næstu skref í lífi sínu með öryggi og innblæstri.

„Þú átt alla burði til að blómstra – við hjálpum þér að finna leiðina.“

Námskeiðið hentar meðal annars fólki með fjölbreyttar tjáskiptaleiðir

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember

Námskeiðið er kennt á þriðjudögum.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 13.000 - 17.500 kr
Tími: 10 vikur