Mósaík

Mósaík er aðferð sem gengur út á það að raða litlum bútum saman.

Þátttakendur læra að búa til listaverk með mósaík flísum.

Í bútana er notað gler, steinar, flísar eða postulínsbrot.

Þau eru límd á ýmsa hluti svo sem platta, blómapotta, vasa, myndir eða spegla.
Fúga er borin á hlutinn og þrýst á milli brotanna og síðan pússað yfir.

Hugmyndaflugið er látið ráða við gerð hvers hlutar.

 

Námskeiðið er 2 kennslustundir í senn. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 16.600
Tími: 7 vikur
Nanna Eggertsdóttir
Kristín Eyjólfsdóttir