Músíkmix

Námskeiðið hentar þeim sem langar til að skapa og búa til tónlist á snjalltæki eða með rafmögnuðum hljóðgjöfum.

Markmið námskeiðsins er að vinna á skapandi hátt að nýjum hljóðheimi, kynnast og nota tækni sem getur framkallað tónlist í gegnum snjalltæki eða rafmagnaða hljóðgjafa.  Á námskeiðinu er unnið með tónsköpun, hlustun og tæknivinnu og unnið verður að því að finna leiðir fyrir hvern og einn til þess að búa til sína eigin tónlist. Boðið er uppá að gera tónlistarmyndband í lok námskeiðsins.

Þátttakendur geta notað sín eigin snjalltæki á námskeiðinu.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1 kennslustund í senn.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik og/eða notkun snjalltækja fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 7.700 - 18.100
Tími: 7 - 14 vikur
Helle Kristensen
Steinunn Guðný Ágústsdóttir