Myndlist

Á námskeiðinu er unnið með teikningu og málun með akrýllitum og vatnslitum. Einnig eru notaðar fleiri aðferðir við að búa til myndir og aðra listmuni.

Á námskeiðinu  er unnið  að ákveðnum verkefnum í bland við  frjálsa listsköpun. Þátttakendur fá kennslu í tækni og aðferðum og kynnast ólíkum tegundum af litum, efnivið og meðhöndlun þeirra.

Dæmi um verkefni eru: portrett og sjálfsmyndir, landslag, uppstilling, klippimyndir og skúlptúr.

Dæmi um efnivið eru: vatnslitir, málning, pappamassi,  teiknipennar.

Gerð verða bæði tvívíð og þrívíð listaverk.

Áhersla er lögð á að ýta undir sköpunargleði þátttakenda og virkja ímyndunarafl þeirra. Að auki verður  listfræðsla um verk listafólks í listasögunni.-

Stefnt er að því að þátttakendur geti nýtt sér þekkingu sína og færni sjálfum sér til gagns og ánægju.

Kennt er einu sinni í viku, 1 -2 kennslustundir í senn.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 12.400-16.600
Tími: 7 vikur