Myndlist og jóga

Myndlist og jóga er gott par og á þessu námskeiði nálgumst við jóga og myndlist á skapandi og einstaklingsmiðaðan hátt.

Við byrjum hvern tíma á léttri jóga upphitun og mýkjum líkama og huga. Eftir það gerum við fjölbreytt skapandi verkefni í myndlist. Við prófum ólík efni og aðferðir, kynnum okkur verk annars listafólks og vinnum út frá hugmyndum þátttakenda.

Í lok tímana lærum við grunnatriði hugleiðslu og endum á góðri slökun.

Markmið námskeiðsins er að opna sýn þátttakenda á styrkleika sína, efla frumkvæði þeirra og tengja saman líkama, huga og hjarta á skapandi hátt.

Kennt er einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn.

  • Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
  • Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
  • Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.
Staður: Fjölmennt
Verð: 16.600
Tími: 7 vikur
Margrét Norðdahl