Nú vorljóðin óma
Hefurðu gaman að ljóðum ? Hefðbundnum eða óhefðbundnum. Tjáir þú þig í ljóðum ? Langar þig að læra að semja ljóð ? Langar þig að hlusta á falleg ljóð.
Langar þig að koma í ljóðahóp þar sem allir geta lesið upp sín uppáhaldsljóð eða hlustað á fleiri ljóð. Viltu læra um ljóðahefð Íslendinga?
Á námskeiðinu eru bæði lesin upp ljóð og spjallað um ljóð. Einnig hægt að búa til sín eigin ljóð.
Þátttakendur fá fræðslu um kveðskap.
Námskeiðið hentar þeim sem finnst gaman að ljóðum eða vilja læra meira um ljóð. Ekki er gerð krafa um lestrar eða skriftarþekkingu ef ljóðaáhugi er til staðar eingöngu að hafa áhuga á ljóðum.
Kennari á námskeiðinu er Rósa Jóhannesdóttir kvæðakona.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
