Ökunám - Fræðilegur hluti Ö1 og Ö2

Námið er ætlað þeim sem kjósa að stunda Ö1 og Ö2 - fræðilegan hluta á eigin námshraða. Um er að ræða stuðningsnám við Ö1 og Ö2 - fræðilegan hluta.
Námskeiðið er haldið í samvinnu við Ökuskólann í Mjódd og fræðsludeild Ökukennarafélags Íslands.
Fyrsta skerfið í ökunáminu er að hefja verklegt nám hjá ökukennara sem nemandinn velur. Þegar ökukennari telur æskilegt að nemandi hefji stuðningsnám í fræðilega hlutanum getur nemandinn sótt um það hér á heimasíðu Fjölmenntar eða hjá Ökuskólanum í Mjódd.

KENNSLULÝSING

Kennt er samkvæmt námskrá almenns ökunáms sem útgefin er af Samgöngustofu og er miðað við einstaklingsbundna nálgun námsefnis.
Notuð eru námsgögn sem viðurkennd eru og notuð við almennt ökunám. Einnig eru notuð önnur kennslugögn eftir námsþörf nemenda hverju sinni.
Áhersla er lögð á að nemendur stundi námið á eigin forsendum á eigin hraða og með eigin námsaðferðum að því leyti sem unnt er.
Ökuprófið er tekið hjá Frumherja hf.

Kennt er tvisvar sinnum í viku, 2 kennslustundir í senn.

Tími:  Auglýst síðar.

 

 

Staður: Ökuskólinn í Mjódd
Verð: 23.400
Tími: 14 vikur
Anna Filippía Sigurðardóttir