Padel
Padel er nýleg spaðaíþrótt sem er mjög vinsæl um þessar mundir.
Á þessu námskeiði verður farið yfir grunntækni og kennt að spila padel.
Farið er yfir helstu reglur, kennd tækni og taktík í padel.
Áhersla á spil og virkni í kennslustundum.
Padel reynir á allan líkaman og er frábær hreyfing fyrir öll!
Kennt er einu sinni í viku, klukkutími í senn
Nánari tímasetning síðar.Ath námskeiðstími ræðst af úthlutuðum leigutíma vallar. Vinsamlegast takið fram hvaða tímasetning hentar ekki.
Kennslustaður: Tennishöllinni Dalsmára 13.
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember
Hér er stutt myndband sem sýnir hvernig padel er spilað
