Tónlistarstöðvar
Á námskeiðinu er unnið með tónlist á fjölbreyttan hátt og þátttakendur fá tækifæri til að finna sinn innri tónlistarmann. Unnið verður með söng, hljóðfæraleik og fræðslu með stöðvavinnu.
Þátttakendur fá meðal annars tækifæri til þess að:
- Spila á hljóðfæri
- Þjálfa söngrödd og söng í hljóðnema
- Þjálfa taktskyn og vinna með rythma
- Skapa sína eigin tónlist
- Fræðast um tónlist og tónlistarmenn.
Unnið er með tónlist sem þátttakendur þekkja en einnig verður kynnt ný tónlist.
Kennt er einu sinni í viku, eina kennslustund í senn.
Vakin er athygli á því að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.
Námskeiðið er einu sinni í viku, 2,5 kennslustundir í senn í 10 vikur.
Umsóknarfrestur er til 16. júní.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.