Vatnslitamálun

Á þessu námskeiði verður kennd grunntækni við vatnslitamálun.  Unnið verður með ólík verkefni sem öll hafa það markmið að æfa færni með vatnsliti og auka skilning á notkun þeirra.  Helstu viðfangsefni eru að mála uppstillingu, landslag, hús, plöntur, grænmeti, ávexti og blóm. Á námskeiðinu æfum við litablöndun og að mála með vatnslitum bæði gegnsætt og þétt.

Námskeiðið er í 12 - 18 vikur, einu sinni í viku

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Fjölmennt
Verð: 16.300 - 39.100 kr
Tími: 8 - 16 vikur