Vegna breytinga - Fjölmennt Geðrækt

Komið þið sæl.

Á vormánuðum var gerð úttekt á starfsemi Fjölmenntar, á vegum Menntavísindastofnunar Háskóla Íslands þar sem rætt var við nemendur og/eða forstöðumenn og deildarstjóra á heimilum þeirra. Úttektin var birt í maí 2022.

Í samtölum kom fram að þau námskeið sem Fjölmennt Geðrækt býður upp á mæta ekki lengur óskum og væntingum markhópsins. Einnig kom fram að fólk með andlegar/geðrænar áskoranir væri ekki einsleitur hópur. Þar á meðal væru einstaklingar sem samsama sig ekki öðru fötluðu fólki og því væri erfitt að sækja námskeið hjá símenntunarstöð sem væri eingöngu með námskeið fyrir fatlað fólk. 

Niðurstöður úttektarinnar komu ekki á óvart þar sem nemendum í Fjölmennt Geðrækt hefur farið mjög fækkandi undanfarin ár og hefur að miklu leyti verið sama fólkið sem sækir námskeiðin. Einnig hefur reynst erfitt að ná til yngra fólks.

Ýmsum tilboðum á öðrum stöðum í þjónustu við fólk sem tekst á við andlegar/geðrænar áskoranir hefur fjölgað mjög á undanförnum árum og m.a. er víða boðið upp á fjölbreytt námskeið, þeim að kostnaðarlausu. 

Í ljósi þessarra niðurstaðna hefur verið ákveðið að hætta rekstri á sérstakri deild í Fjölmennt fyrir fólk sem með andlegar/geðrænar áskoranir.

Með þessu er þó ekki verið að útiloka fólk með andlegar/geðrænar áskoranir frá námskeiðum Fjölmenntar og er þeim sem óska eftir námi velkomið að sækja um þau námskeið sem í boði eru.
Jólanámskeið 2022 auk námskeiða sem haldin verða á  vorönn 2023 eru auglýst inni á heimasíðu Fjölmenntar:  https://www.fjolmennt.is/is/namskeid 

Nálgast má nánari upplýsingar í síma 530 1300 - Helga Gísladóttir eða Anna F. Sigurðardóttir. 

Einnig með tölvupósti til:

helgag@fjolmennt.is  eða  annafs@fjolmennt.is

 

Til baka