Endurnýting í handverki

Fallegt og umhverfisvænt fyrir þig eða sem gjöf.

Á þessu námskeiði  búum við til fallega hluti og listaverk  úr efni  sem við endurnýtum. Við tínum blóm og lauf sem við pressum og notum til að skreyta með hluti eins og glerkrukkur sem nýtast sem vasar og kertaluktir. Einnig gerum við  falleg  kerti úr kertaafgöngum og  búum til hluti úr pappamassa. 

Námskeiðið er í 12 vikur, einu sinni í viku, 2 kennslustundir í senn. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 26.700 kr - 42.100 kr.
Tími: 12 vikur
Nanna Eggertsdóttir