Hljóðheimur hljómborðsins

Á námskeiðinu er unnið með hljómborð á fjölbreyttan hátt í gegnum spuna, flæði og leikgleði. 

Ekki er krafist neinnar forþekkingar, námskeiðið er upplifunarnámskeið.

Á námskeiðinu er unnið með eftirfarandi þætti:

  • Hlustun
  • Samspil
  • Mismunandi hljóðheim hljóðfæranna
  • Upplifun á hljóði og takti

Námskeiðið er hugsað fyrir þá sem vilja kynna sér heim hljómborðsins og upplifa það á fjölbreyttan hátt.

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1 kennslustund í senn.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 8.700
Tími: 7 vikur