Jóga Nidra

Þetta námskeið hentar öllum. 

Í Jóga Nidra byrjum við tímana á mjúkum jóga- og öndunar æfingum. Við nýtum svo Jóga Nidra aðferðina sem er mjög gömul hugleiðsluaðferð. Æfingarnar hjálpa okkur að slaka mjög djúpt á huga og líkama.

Það er hægt að gera æfingar og jóga Nidra sitjandi í stól, 
hægindastól (Lazy Boy), liggjandi á dýnu eða hvernig sem fólki líður vel. 

Jóga Nidra hefur góð áhrif.
Til dæmis:

  • Gefið þér meiri ró í huganum
  • Minnkað kvíða
  • Minnkað stress
  • Hjálpað þér að sofa betur
  • Bætt einbeitingu
  • Gefið þér meiri orku
  • Bætt heilsuna

Þátttakendur fá leiðsögn og kennsluefni til þess að nýta sér Jóga Nidra, núvitundar og öndunar æfingar á milli tíma ef þau vilja. 

Námskeiðið er einu sinni í viku 1 - 1,5 kennslustund í senn. 

Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar. 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Jógasetrið, Skipholti 50c
Verð: 8.700-10.100
Tími: 7 vikur
Margrét Norðdahl