Jólagjöf í krukku

Á námskeiðinu verður búin til jólagjöf í krukku. Um er að ræða hráefni að jólasmákökum sem er tilvalin jólagjöf til þeirra sem eiga allt.
- Þátttakendur fá krukku, þurrt hráefni, uppskrift og skreytiborða til að búa til þessa fallegu gjöf.
- Í tímanum verður uppskriftin einnig bökuð og smákökurnar smakkaðar.
- Uppskrift að gæðastund til að njóta saman.
Námskeiðið er í eitt skipti og verður kennt á tímabilinu 8. til 19. desember. Nánari tímasetning síðar.