Langar þig að prófa sjósund?

Sjósund er orðið mjög vinsælt á Íslandi. 

Í Nauthólsvík eru búningsklefar og góð aðstaða til að dýfa sér í sjóinn og fara í heitann pott eða gufu á eftir. 

Í Nauthólsvík eru sérstakir hjólastólar á stórum uppblásnum dekkjum fyrir þau sem þurfa til að komast yfir sandinn og út í sjó. 

Á námskeiðinu munum við prófa að fara í lónið í Nauthólsvíkinni, sumir vilja kannski bara prófa að dýfa tánum í sjóinn meðan aðrir vilja kannski fara lengra. Fara svo í pottinn eða í gufu á eftir. 

Staður: Ylströndin Nauthólsvík.

Námskeiðið er sérsniðið að hverjum þátttakanda og óskum hans.

Námskeiðið er í eitt skipti í, 2-3 kennslustundir.
Nánari tímasetning verður auglýst síðar.

Umsóknarfrestur er til 30.apríl.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Staður: Ylströndin í Nauthólsvík
Verð: 2.000
Tími: Eitt skipti
Margrét Norðdahl