Leikfimi

Á þessu alhliða íþróttanámskeiði verður unnið að því að bæta þol og styrkja líkamann ásamt því að gera liðkandi æfingar. Tímarnir verða fjölbreyttir, bæði verður unnið á þrekhjólum og æfingatæki notuð við upphitun. Einnig verður leikfimisalurinn notaður í stöðvaþjálfun ásamt öðrum verkefnum. Í lok hvers tíma eru gerðar teygjuæfingar og slökun. 

Lögð er áhersla á að þátttakendur fái jákvæða reynslu og áhuga á að stunda líkamsrækt og fái æfingar við sitt hæfi.


Lögð er áhersla á skýrt upphaf og endi og að æfingar séu sífellt í sömu röð.

Myndræn framsetning og hluttákn eru notuð til að auka möguleika þátttakenda á yfirsýn og að læra rútínu.

Áhersla er lögð á að allir fái æfingar við sitt hæfi.

Kennt er einu sinni í viku, á miðvikudögum, 1 kennslustund í senn.

Boðið er upp á tvær tímasetningar, vinsamlega takið fram í athugasemdadálk hvorn tímann þið veljið:

  Hópur 1: kl 13:10-13:50
  Hópur 2: kl 14:00-14:40


Tölvupóstur sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.          

Staður: Íþróttahús fatlaðra
Verð: 14.800
Tími: 14 vikur
Kristín Eyjólfsdóttir
Eydís Hulda Jóhannesdóttir
Matthías Már