Matarbloggarinn

Langar þig að sýna frá matargerðinni með því að búa til matreiðslumynbönd?

Á námskeiðinu er unnið með matreiðslu og myndbandsgerð. Þátttakendur velja uppskriftir sem þeir vilja vinna með. Unnið er með eftirfarandi þætti: 

  • Velja uppskrift
  • Setja hana upp á myndrænan hátt
  • Undirbúningur fyrir tökur
  • Upptökur á efni
  • Eftirvinnsla á efni.

Unnið er með myndefni sem er ætlað á samfélagsmiðla eða youtube. Efnið er unnið á spjaldtölvu eða snjallsíma. Þátttakendur geta fengið aðstoð við að setja efnið á sína miðla.

Kennt er einu sinni í viku, klukkustund í senn í 7 vikur.

Reynt verður að koma til móts við óskir þátttakenda um tímasetningu. Vinsamlegast takið fram í athugasemdum hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 15.100
Tími: 7 vikur