Rokkum inn jólin

Langar þig að prófa að spila á gítar, bassa, hljómborð eða trommur og upplifa jólalögin í sannkallaðri hljómsveitar-stemningu?

  • Á námskeiðinu prófa þátttakendur að spila jólalög saman í litlum hópi.
  • Spilað verður einfalt undirspil eftir bókstöfum og/eða litum.
  • Námskeiðið hentar bæði byrjendum og þeim sem lengra eru komnir.

 

  • Námskeiðið er haldið á tímabilinu 11. til 19. desember. Nánari tímasetning auglýst síðar.
  • Námskeiðið er eitt skipti í 1,5 til 2 kennslustundir.
  • Umsóknarfrestur er til 20. nóvember.

 

Reynt verður eftir fremsta megni að koma til móts við þarfir þátttakenda með tímasetningu námskeiðsins.

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.700
Tími: Eitt skipti
Rósa Jóhannesdóttir
Helle Kristensen
Steinunn Guðný Ágústsdóttir