Sjálfsmynd á striga

Sjálfsmynd er mynd af okkur sjálfum. Á þessu námskeiði málum við sjálfsmynd á striga. Við notum ljósmynd og spegil til að hjálpa okkur og könnum eigið andlit.  Ef tími gefst til þá skoðum við líka verk í listasögunni, sjálfsmyndir eftir þekkt listafólk eins og Fridu Kahlo, Louisu Matthíasdóttur og Andy Warhol.

Námskeiðstímabil: 18. maí - 30. maí. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 2.000
Tími: 1 skipti
Nanna Eggertsdóttir
Margrét Norðdahl