Skáti í einn dag

Langar þig að prófa að vera skáti í einn dag og upplifa eitthvað af því sem skátalífið hefur upp á að bjóða? Á námskeiðinu fá þátttakendur að spreyta sig á ýmsum verkefnum sem tengjast útivist og þrautum. Í lokin verður bakað brauð á priki og sungin skátalög við varðeldinn.

Námskeiðið er í eitt skipti í tvær klukkustundir.
Nánari tímasetning auglýst síðar.

Staður: Skátaheimili á höfuðborgarsvæðinu þar sem er gott aðgengi er fyrir alla.

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 31. maí til 5. júní.

Umsóknarfrestur er 30.apríl.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Staður: Skátafélagið Vogabúar, Grafarvogi
Verð: 2.000
Tími: Eitt skipti