Spjallað um sumarlögin

Á námskeiðinu koma þátttakendur sér þægilega fyrir með tveggja metra millibili og ræða saman um tónlist sem tengist sumrinu. Kennari fræðir þátttakendur um þekkta tónlistarmenn og lög. Unnin verða létt verkefni í tengslum við fræðsluna s.s. hlustun eða spurningar. Mikil áhersla lögð á spjall og að njóta sumarlegrar tónlistar í hópi.

Nánari tímasetning ákveðin síðar.

Vegna smitvarna er óskað eftir því að aðstoðarmaður komi með þeim sem þurfa mikla aðstoð.

Umsóknarfrestur er til 26. apríl.

Staður: Fjölmennt
Verð: 2.000 - 4.000
Tími: 2- 4 skipti
Rósa Jóhannesdóttir
Steinunn Guðný Ágústsdóttir