Þurrkaður blómvöndur

Nú eru þurrkuð blóm komin aftur í tísku. Á þessu námskeiði lærum við að útbúa fallegan blómvönd úr þurrkuðum blómum. Þú getur notað vöndinn sem fallega gjöf, blómaskreytingu í vasa eða sem liggjandi skreytingu á borð eða hillu. 

Þátttakandi velur sér þurrkuð blóm, raðar þeim saman og velur pappír og borða til að pakka honum inn.

Þetta er námskeið sem allir geta tekið þátt í.


Námskeiðið er í eitt skipti, 1 - 2 kennslustundir.

Nánari tímasetning auglýst síðar.

Staður: Fjölmennt Vínlandsleið.

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 31. maí til 5. júní.

Umsóknarfrestur er til 30. apríl.


Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki. 

 

Staður: Fjölmennt
Verð: 3.500
Tími: Eitt skipti