Tónlist í fjarkennslu

Á námskeiðinu er unnið ýmist með tónlist til að skapa, hlusta á og eða fræðast um tónlist. Námskeiðið er kennt í gegnum tölvu eða snjalltæki þar sem kennari og þátttakandi "hittast" í rafrænni kennslustund.

Dæmi um það sem hægt er að læra á námskeiðinu er: 

  • fræðast um tónlist
  • semja tónlist
  • kynnast nýrri tónlist til að hlusta á

Námskeiðið er einu sinni í viku, 1 kennslustund í senn.

Mælt er með að þátttakendur hafi tengilið sem getur aðstoðað við námið heima.

Vakin er athygli á að hægt er að sækja um fræðslu um aðstoð við hljóðfæraleik fyrir starfsfólk og aðstandendur þátttakenda á þessu námskeiði.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjarnámskeið
Verð: 8.800
Tími: 8 vikur
Rósa Jóhannesdóttir
Helle Kristensen
Steinunn Guðný Ágústsdóttir