Upplifðu eldgosið

Langar þig að upplifa eldgosið á Reykjanesskaga með öllum skynfærum og láta taka mynd af þér fyrir framan hraunbreiðuna án þess að þurfa að fara á gosstöðvarnar?

Á námskeiðinu nýtum við tæknina, gerum tilraunir og fræðumst um eldgosið með því að sjá, heyra og snerta. Námskeiðið er bæði fyrir þau sem vilja njóta þeirra mögnuðu áhrifa sem eldgosið býður upp á og fyrir þau sem vilja fróðleik um jarðvísindi.

Námskeiðstímabil: 21. maí - 1. júní. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki. 

Staður: Fjölmennt
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Helle Kristensen
Margrét Norðdahl