Út og inn með snjalltækið

Langar þig að læra að sýna og segja öðrum frá því á samfélagsmiðlum sem þú upplifir í sumar? Á námskeiðinu fara þátttakendur fyrst út að safna myndefni í snjalltæki og síðan inn að vinna skapandi efni í formi mynda eða stuttra myndskeiða sem hægt er að birta á samfélagsmiðlum svo sem Instagram, Facebook eða Youtube. 

Stefnt er að því að halda námskeiðið í Borgarbókasafninu þar sem nánasta umhverfi býður upp á áhugavert myndefni. Einnig er möguleiki á því að kynnast rýmum bókasafnsins sem standa öllum borgarbúum til boða að nota.  

Námskeiðið er í eitt skipti, í 2 kennslustundir. 
Nánari tíma- og staðsetning verður auglýst síðar. 

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 31. maí til 5. júní. 
Umsóknarfrestur er 30. apríl. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. 
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina. 

 

Staður: Borgarbókasafnið Úlfarsárdal
Verð: 2.000
Tími: Eitt skipti