Útilegustemning við varðeldinn

Námskeið sem býður upp á ekta útilegustemningu við varðeld. 

Á námskeiðinu verður kveiktur varðeldur og prófað að búa til ýmislegt góðgæti yfir glóðunum. Gripið verður í gítar og sungin nokkur útilegulög. Upplifun fyrir öll skynfæri! 

Námskeiðið verður haldið í Gufunesbæ, Grafarvogi.  Gott aðgengi fyrir fólk í hjólastól.

Námskeiðstímabil: 18. maí - 30. maí. Nánari tíma- og dagsetning kemur síðar.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar. Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

 

Staður: Gufunes
Verð: 1.500
Tími: 1 skipti
Helle Kristensen