Vísindasmiðja

Í Vísindasmiðju gefst þátttakendum tækifæri til að kynnast undraheimi vísindanna. Unnið verður með ýmis tæki og tól, gerðar tilraunir og uppgötvanir með leiðsögn vísindamanna.

  • Við kynnumst undraverðum eiginleikum ljóss, lita, hljóðs og rafmagns
  • Söngskálin kynnir fyrir okkur töframátt hljóðbylgnanna.
  • Finnum út hvernig vindorkan er beisluð með t.d. vindmylluvængjum.
  • Skoðum tungl, stjörnur, loftsteina og regnboga
  • Og margt fleira

Vísindasmiðjan er botnlaus brunnur fyrir forvitna.

Námskeiðið er haldið í samvinnu við Vísindasmiðju Háskóla Íslands.

Staður: Vísindasmiðjan, Háskólabíó við Hagatorg, 107 Reykjavík 

Námskeiðið er í eitt skipti í 2 kennslustundir.
Nánari tímasetning auglýst síðar.

Námskeiðstímabil sumarnámskeiðanna er 31. maí til 5. júní.
Umsóknarfrestur er til 30. apríl.

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlegast takið fram í athugasemdadálki hvaða tími hentar alls ekki.

Staður: Háskólabíó
Verð: 2.000
Tími: Eitt skipti