Kaffi-tíminn - nýtt!
Þetta námskeið hentar þeim sem elska að baka. Bakaðar verða kökur og brauð, allt eftir áhuga hvers og eins. Þátttakendur kynnast bökunargerð, helstu bökunaráhöldum og taka þátt í sameiginlegu borðhaldi.
Unnið er eftir myndrænum/skrifðum uppskriftum eftir því hvað hentar hverjum þátttakanda.
Stefnt er að því að þátttakendur:
-
Taki þátt í bökunargerð, borðhaldi og frágangi eftir bökun.
-
Njóti borðhaldsins
-
Upplifi ánægjuleg samskipti og njóti stundarinnar
Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.
Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.
Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.
