Setti námskeið í körfu

Myndbandsgerð

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndbönd með því að taka upp og klippa myndböndin í tölvu.

Hægt er að taka þátt í að búa til myndbönd um námskeið sem haldin eru í Fjölmennt og notuð eru til kynningar á heimasíðu Fjölmenntar. Einnig er hægt að búa til myndbönd um ýmis áhugamál.

Farið verður í undirbúning fyrir upptöku og gerð handrits. Notuð verða tæki eins og símar, myndbandsupptökuvél eða snjalltölvur til að taka upp efni. 

 

Námskeiðið getur farið fram á ensku

Þátttakendur eru hvattir til að koma með sín eigin tæki.

Námskeiðið er kennt í 8 - 16. vikur, einu sinni í viku.

Umsóknarfrestur er til 16.júní 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.400 - 25.800 kr.
Tími: 8 - 16 vikur