Skref fyrir skref – gönguhópur fyrir öll
Markmið: Að ganga hring í kringum Rauðavatn og njóta samveru, náttúrunnar og hreyfingar.
Lýsing:
Við göngum saman í rólegheitum umhverfis Rauðavatn og upplifum fegurð náttúrunnar. Á leiðinni munum við:
- Upplifa náttúruna, litina, hljóðin og lyktina
- Gera einfaldar öndunaræfingar og stutta hugleiðslu og teygjuæfingar.
- Deila sögum eða minningum sem tengjast náttúrunni
- Tengjast eigin líkama, tilfinningum og núvitund
Að lokinni göngu gefum við okkur stund til að finna þakklæti, ró og stolt yfir því sem við höfum afrekað.
Tími: Miðvikudagar kl. 15:00–16:30
Tímabil: 4. mars – 8. apríl
(Páskafrí 1. apríl)
Lengd: 5 skipti
Staður: Rauðavatn
Þema: Samvera, náttúra, núvitund og vellíða
Umsjón: Rakel Hrund Ágústsdóttir – yogakennari, markþjálfi, þroskaþjálfi og landvættur.
