Setti námskeið í körfu

Skynjunarsögur - árstíðir - nýtt!

Á námskeiðinu kanna og upplifa þátttakendur hvernig jörðin og náttúran breytast eftir árstíðum - í gegnum fróðleik, skynjun og samveru. Við tengjum saman vísindi og mannlega upplifun á náttúrunni, árstíðunum og sólkerfinu okkar. Námskeiðið byggir á hugmyndafræði Sensory Stories og leggur áherslu á þátttöku, tjáningu og miðlun fróðleiks í gegnum skynjun.

 

Markmið námskeiðsins:

  • Að efla skilning á náttúrufyrirbærum á einfaldan og skynrænan hátt
  • Að upplifa vísindin á bak við árstíðirnar með öllum skynfærum
  • Að örva áhuga og tjáningu
  • Að skapa sameiginlega upplifun og tengingu við umheiminn

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

 
Staður: Fjölmennt
Verð: 23.400 - 31.400 kr
Tími: 18 vikur