Setti námskeið í körfu

Stöðva-þjálfun

Á námskeiðinu eru gerðar fjölbreyttar og skemmtilegar styrktar æfingar. 

Hver tími byrjar á upphitun sem hentar hópnum hverju sinni.

Kennslan er sett upp í stöðvaformi þar sem blandað er saman skemmtilegum styrktar-, liðleika- og jafnvægisæfingum.
Lögð er áhersla á að þátttakendur fái jákvæða reynslu og áhuga á að stunda líkamsrækt.

Í lok hvers tíma eru kenndar teygjuæfingar og slökun.

 

Markmið námskeiðsins er að:

  • kynnast nýjum æfingum
  • læra að taka þátt í fjölbreyttum æfingum
  • finna jákvæð áhrif hreyfingar
  • auka þrek og þol

Námskeiðið er kennt í íþróttahúsi fatlaðra Hátúni

 

Umsóknarfrestur er til 20.nóvember.

 

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan desember.

Staður: Íþróttahús fatlaðra
Verð: 12.100 - 28.800 kr.
Tími: 8 - 18 vikur