Setti námskeið í körfu

Trommunámskeið

Námskeið fyrir þau sem hafa áhuga á að spila á trommur. 

Á námskeiðinu er unnið með eftirtalda þætti: 

  • Á námskeiðinu er farið yfir grunnatriði í trommuleik; talningar, form á lögum og einfaldar tækniæfingar.  

  • Unnið verður með ólíka trommutakta í stílum sem vekja áhuga þátttakenda, svo sem rokk, popp og reggí. 

  • Notað verður trommusett, ýmis minni slagverkshljóðfæri og tölva fyrir upptökur. 

Námskeiðið er kennt í einka- eða hóp-kennslu eftir þörfum þátttakenda. 

Námskeiðið getur hentað þeim sem vilja undirbúa sig fyrir áframhaldandi tónlistarnám eða þátttöku í tónlistarstarfi. 

 

Umsóknarfrestur er til 16.júní. 

Reynt verður að fara eftir óskum umsækjenda um tímasetningar.
Vinsamlega takið fram í athugasemdadálki hvaða tími kemur alls ekki til greina.

Bréf sem staðfestir inntöku á námskeið mun berast eftir miðjan ágúst.

Staður: Fjölmennt
Verð: 10.400 - 14.000 kr.
Tími: 8 vikur