Símenntunar- og þekkingarmiðstöðin Fjölmennt var stofnuð árið 2002 og á því 20 ára afmæli í ár. Ýmislegt hefur verið gert í tilefni þess og ber þar hæst ráðstefnan Nám er fyrir okkur öll sem haldin var í lok mars. Um 200 manns sóttu ráðstefnuna sem var árangursrík og skemmtileg. Einnig var á vorönninni haldin vegleg árshátíð og glæsilegir vortónleikar.
Verkefnið Sendiherrar samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks hófst árið 2011. Í upphafi var auglýst eftir fólki til að taka þátt í verkefninu og það kom ekki á óvart að María Hreiðarsdóttir vildi gerast sendiherra.
Í haust verða um 100 námskeiðstitlar í boði í 11 námskeiðsflokkum þannig að allir ættu að geta fundið sér námskeið við hæfi.
Eins og alltaf eru einhverjar nýjungar í boði og nú á haustönn verða 9 ný námskeið sem bætast í hópinn. Einnig verður í haust námsbrautin Líf og heilsa sem haldin er í samstarfi við Framvegis.