Langar þig að læra að gera sushi? Á þessu námskeiði verða tekin fyrstu skrefin í sushigerð. Gerðar verða nokkrar tegundir af sushi, borðað saman og haft gaman.
Starfshópur um aukin náms- og starfstækifæri fyrir fatlað fólk hefur hafið störf og gert er ráð fyrir að hann skili tillögum í vor. Hópurinn hittist í félags- og vinnumarkaðsráðuneytinu nú í morgun og er ætlað að greina núverandi starfs- og menntunartækifæri fatlaðs fólks með tilliti til þess hvað þurfi að bæta, auk þess að koma með tillögur að aðgerðum.
Matar- og framreiðslubraut var starfrækt í Fjölmennt í samstarfi við Vinnumálastofnun á haustönn 2022. Þátttakendur fengu þjálfun í því að undirbúa, matreiða og framreiða mat fyrir eldhús og mötuneyti ásamt bóklegu námi, vettvangsferðum og starfsþjálfun.