Heimilisfræði

Boðið í brunch

Það er gaman að bjóða í brunch og veitingarnar geta verið fjölbreyttar. Aðal-atriðið er góður félagsskapur og að njóta. 

Á námskeiðinu velja þátttakendur í samstarfi við kennara rétti til að bjóða upp á. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 5 vikur

Boðið til veislu

Á námskeiðinu læra þátttakendur að elda smárétti. Í hverjum tíma verða eldaðir tveir réttir. Í lok fjórða tíma velja þátttakendur fjóra rétti af þeim átta réttum sem þeir hafa eldað og búa til í síðasta tímanum. Í loka tímanum verður boðið til veislu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 5 vikur

Bollakökur, gómsæt litagleði

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að baka nokkrar gerðir af bollakökum. Þær geta verið alls konar. Bollakökur geta verið sætar og fallega skreyttar en þá má líka gera í hollari kantinum. Fer allt eftir áhuga hvers og eins.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 5 vikur

Góður heimilismatur

Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja borða góðan heimilismat. Eldaðir verða einfaldir og góðir kjötréttir, fiskréttir og pastaréttir. Einnig verða bakað brauð og kökur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Grænt og gómsætt

Á þessu námskeiði elda þátttakendur hollan og góðan mat. Eldaður eru einfaldir og gómsætir grænmetisréttir og einnig er bakað brauð, bollur og  "hollari kökur". Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja auka hollustu í eigin mataræði og kynnast nýjum réttum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Heilsa og matreiðsla

Þetta námskeið er kennt í fjarkennslu. Í upphafi hvers tíma er fyrirlestur sem tengist heilsu, til að mynda verður fjallað um næringu, svefn, mikilvægi hreyfingar og margt fleira. Í seinni hluta tímans verða eldaðir hollir réttir og þátttakendur taka þátt þannig að þeir elda heima hjá sér.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Ketó-matreiðsla

Þetta er námskeið fyrir alla sem vilja breyta til í mataræðinu og huga að hollustu með því að sleppa öllum sykri og hveiti.  Við ætlum að elda bökur, brauð, brauðbollur, nammi og kökur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Matreiðsla í fjarkennslu

Á þessu námskeiði eldar þú heima hjá þér með aðstoð kennara í gegnum netið.  Þú færð senda uppskrift fyrir hvern tíma til að geta verslað inn það hráefni sem til þarf. Kennslustundin fer fram með sýnikennslu kennara og þú fylgir eftir.

Lesa meira
Staður: Fjarnámskeið
Tími: 8 vikur

Saumaklúbburinn

Námskeiðið er fyrir þá sem vilja sameina einhvers konar handverk og góðan mat ásamt því að vera í góðum félagsskap, spjalla og upplifa notalegt andrúmsloft. Þátttakendur vinna bæði í myndlistarstofunni og í kennslueldhúsinu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Sushi

Langar þig að læra að gera sushi? Á þessu námskeiði verða tekin fyrstu skrefin í átt að verða sushi meistari. Gerðar verða nokkrar tegundir af sushi, borðað saman og haft gaman.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Upplifun og eldhússtörf

Þetta námskeið er ætlað þeim sem hafa takmarkaða hreyfi eða verkgetu og hafa ánægju af því að vera í eldhúsi við matargerð. Búin er til máltíð og allir borða saman. Áhersla er á að vera saman og hafa eitthvað að tala um.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Vegan matreiðslunámskeið

Vegan lífsstíll er að verða vinsælli með hverju árinu og ýmislegt gómsætt hægt að elda sem er vegan. Á þessu námskeiði verður farið yfir hvað er vegan og hvernig er hægt að elda vegan mat.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 5 vikur