Mál og samfélag
Danska í fjarkennslu
Þetta er námskeið fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli.
Enska í fjarkennslu
Þetta er námskeið fyrir byrjendur sem hafa áhuga á að kynnast nýju tungumáli.
Íslenska fyrir fólk af erlendum uppruna
Þetta er námskeið fyrir fólk af erlendum uppruna með þroskahömlun sem vilja byrja að læra íslensku sem annað mál eða bæta sig í íslensku.
Laxdæla
Laxdæla saga er ein af Íslendingasögunum sem skrifuð var fyrir meira en þúsund árum síðan.
Á námskeiðinu verður sagan lesin og sögð.
Listfræðsla og sköpun í bland
Á námskeiðinu verður farið á sýningar á listasöfnum og unnið að myndlist útfrá sýningunum.
Radio Fjölmennt
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til sína eigin þætti fyrir podcast/hlaðvarp.
Podcast/hlaðvarp eru stuttar hljóðupptökur eða útvarpsþættir á netinu um hin ýmsu mál.
Rússland og Úkraína
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur Rússlandi og Úkraínu, landafræði, sögu, menningu og mat.
Saga fatlaðra kvenna
Námskeiðið er ætlað konum.
Á námskeiðinu verða lesnir kaflar úr ævi- og lífsögum þriggja fatlaðra kvenna.
Segjum sögur
Allir geta sagt sögu.
Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að segja sögur; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni.
Vítt og breitt - mál málanna
Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsmálum og réttindum fatlaðs fólks.
Þróunarsamvinna í öðrum löndum
Hvað er þróunarvinna? Í hvaða löndum er Ísland í þróunarsamvinnu og hvað er verið að gera í þeim löndum? Hvernig er hægt að taka þátt í þróunarsamvinnu?
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Landssamtökin Þroskahjálp.