Sjálfsstyrking / Valdefling

Fræðsla og tjáning

Þátttakendur fræðast um það sem þau hafa áhuga á og fá möguleika á að sýna öðrum hvað þau vita og hugsa.

Námskeiðið er sérstaklega fyrir einhverft fólk sem hefur lítið eða ekkert talmál.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7-14 vikur

Gaman saman

Við eigum góða stund í góðum hópi.

Við skoðum saman efni og hlustum á tónlist sem tengist áhugamálum og reynslu hvers og eins í hópnum. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Notendaráð

Vilt þú hafa áhrif á líf þitt?

Á þessu námskeiði er fræðsla fyrir þá sem vilja vera í notendaráði. 

 

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Samskipti kynjanna og kynfræðsla

Á námskeiðinu er fjallað um samskipti kynjanna, heilbrigð sambönd og kynlíf. 

Námskeiðið er kynjaskipt, gert er ráð fyrir sér námskeiði fyrir konur og öðru fyrir karla.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu.

Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að segja sögur; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Sjálfstæðara líf með aðstoð sýndarveruleika

Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þroskahjálp.

Á þessu námskeiði er hægt að æfa sig í sýndarveruleika í að mæta á kjörstað og kjósa, að taka strætó eða að leita sér aðstoðar eftir ofbeldi.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 4 vikur

Slökun og náttúruupplifun

Við vinnum með náttúruna og skynjun hennar í slakandi umhverfi. 

Hljóð, snerting og lykt, sem tengjast náttúrunni eftir árstíðum, eru færð inn í kennslustofuna. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Valdefling – Virkni - Fjölbreyttar tjáskiptaleiðir

Námskeiðið er sérstaklega fyrir fólk sem þarf mikinn stuðning í daglegu lífi.

Við styrkjum sjálfsmynd og vald á eigin lífi með því að vera saman, vinna verkefni og tjá okkur um áhugamál. Við getum tjáð okkur á marga vegu, með tali, táknum, myndum og fleira.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7-14 vikur