Sjálfsstyrking / Valdefling

Framtíðin - NÝTT

Þetta námskeið er búið til að ósk stjórnarmanns Átaks.

Á þessu námskeiði verður fjallað um ýmis málefni sem gott er að kunna skil á í daglegu lífi. 

Tekin verða fyrir málefni eins og: Húsnæðismál, sjálfstyrking og valdefling og samfélagsmál með það að markmiði að valdefla ungt fólk til sjálfstæðis og auka vitund um réttindi og skyldur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Gaman saman

Námskeiðið er fyrir fólk 40 ára og eldra sem komið er með minnisskerðingar og skerta tjáningu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Íslenska fyrir útlendinga með þroskahömlun

Þetta er námskeið fyrir útlendinga með þroskahömlun sem vilja hefja nám í íslensku sem annað mál eða bæta sig í íslensku.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Manstu gamla daga?

Námskeiðið er ætlað 40 ára og eldri sem hafa áhuga á lífinu og tilverunni og vilja deila sögu sinni og áhugamálum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Og svo slaka - NÝTT

Námskeið í slökun, núvitund og hugleiðslu. Þetta er námskeið fyrir þá sem finna oft fyrir innri óróa og streitu.

Markmið námskeiðsins er að þátttakendur upplifi og finni meiri ró og kyrrð í lífinu.  Prófaðar verða ólíkar leiðir til að hugleiða. Gerðar verða slökunar og núvitundaræfingar fyrir huga og líkama.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 6 vikur

Rokkað í rýminu - NÝTT

Námskeiðið er ætlað þeim sem hafa einlægan áhuga á rokktónlist af ýmsu tagi.

Þetta námskeið er hugsað fyrir þátttakendur með flóknar samsettar fatlanir.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Samskipti kynjanna og kynfræðsla - NÝTT

Á námskeiðinu verður fjallað um samskipti kynjanna, heilbrigð sambönd og kynlíf. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 vikur

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að segja sögur og nýtt verður tækni svo sem tölvu eða snjalltæki eftir þörfum. Að segja sögu gefur fólki rödd og aukið vald sem leiðir til sjálfseflingar. Sögur gera líf fólks ríkulegra; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Sjálfstyrking og valdefling

Þetta er námskeið fyrir þá sem vilja styrkja sjálfsmynd sína og efla vald á eigin lífi.

Á námskeiðinu verður lögð áhersla á fræðslu og verkefni tengda henni.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Slökun og náttúruupplifun

Náttúran og skynjun hennar í slakandi umhverfi er meginviðfangsefni þessa námskeiðs. Við vinnum með náttúruna út frá þeirri árstíð ​sem við erum stödd í með fræðslu, upplifun, uppgötvun og rannsókn. Tímarnir einkennast af fegurð, flæði og nálgun við hvern og einn. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Upplifun og vellíðan

Hér er leitað leiða fyrir hvern og einn að ná slökun og vellíðan í samspili við kennara og samnemendur.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Vítt og breitt - mál málanna

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa áhuga á samfélagsmálum og réttindum fatlaðs fólks.

Á námskeiðinu er fjallað um það sem er efst á baugi í samfélaginu hverju sinni eins og fram kemur á frétta- samfélags- og ljósvakamiðlum með áherslu af fréttum um fatlað fólk. Sérstaklega verður skoðað nýlegt efni þar sem fólk með þroskahömlun tjáir sig um réttindi, líf og störf.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 10 vikur