Snjalltæki og miðlun
Among Us - Netleikur
Á þessu námskeiði læra þátttakendur á leikinn Among Us sem er netleikur sem hægt er að spila í hvaða snjalltæki sem er.
Grunnnám í forritun
Á námskeiðinu er farið í gegnum grunnatriði forritunar með Scratch. Scratch er kubbaforritunarmál hannað til þess að kenna grunnhugtök forritunar og hvernig eigi að forrita í einföldu og myndrænu umhverfi.
Líkamsrækt með aðstoð sýndarveruleika - NÝTT
Á þessu námskeiði notum við sýndarveruleika til að gera æfingar og hreyfa okkur.
Ljósmyndun
Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í myndatöku, eftirvinnslu og birtingu á vefmiðlum ef þátttakendur vilja.
Lærðu að nýta tækin
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig hægt er að nota tölvu / snjalltæki á fjölbreyttan hátt.
Áhersla er lögð á að tækin nýtist þátttakendum sem best.
Myndbandsgerð
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndbönd með því að taka upp og klippa myndböndin í tölvu.
Unnið verður að því að búa til myndbönd um námskeið sem haldin eru í Fjölmennt.
Samfélagsmiðlar
Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvaða samfélagsmiðla er hægt að nota í snjalltækinu sínu, síma, spjaldtölvu eða tölvu.
Námskeiðið er jafnt fyrir byrjendur og lengra komna.
Sjálfstæðara líf með aðstoð sýndarveruleika - NÝTT
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þroskahjálp.
Á þessu námskeiði verður hægt að æfa sig í sýndarveruleika í athöfnum til sjálfstæðara lífs. Hægt verður að takast á við nýjar og krefjandi aðstæður. Í gegnum sýndarveruleika er hægt að æfa sig eins oft og þörf krefur við öruggar aðstæður.
Sýndarveruleiki - Nýtt
Á þessu námskeiði verður hægt að skoða fjölbreytt úrval af 360° myndskeiðum sem henta þátttakendum með námserfiðleika og fólki sem hefur takmarkaða hreyfigetu. Hægt verður að upplifa spennandi og grípandi aðstæður sem margir ná ef til vill ekki að upplifa í hinum raunverulega heimi.
Tölvur og tæki til virkni og samspils
Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn með hjálp tækja svo sem rofa, tölvu eða snjalltækis upplifi sig sem bæði geranda og félaga á eigin forsendum.