Snjalltæki og miðlun

Að hanna eigið tákn (logo)

Á þessu námskeiði læra þátttakendur að búa til sitt eigið tákn eða logó. Það er svo hægt að nýta á ýmsan hátt, til dæmis til útprentunar fyrir tækifæriskort, í netsamskiptum eða til að fá prentað á bol.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Að nota augnstýringu í tjáningu og leikjum

Tilgangur námskeiðsins er að gefa fólki með litla hreyfifærni og takmarkaða tjáningu tækifæri til að prófa að nota augnstýribúnað til tjáningar og leikja með einföldum tjátöflum og leikjum í tölvu.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur

Among Us - Netleikur - NÝTT

Á þessu námskeiði læra þátttakendur á leikinn Among Us sem er netleikur sem hægt er að spila í hvaða snjalltæki sem er.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Ljósmyndun - NÝTT

Á námskeiðinu verður farið í grunnatriði í myndatöku, eftirvinnslu og birtingu á vefmiðlum ef þátttakendur vilja.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 vikur

Lærðu að nýta tækin

Á námskeiðinu kynnast þátttakendur hvernig hægt er að nota tölvu / snjalltæki á fjölbreyttan hátt. 

Áhersla er lögð á að tækin nýtist þátttakendum sem best.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 8 - 16 vikur

Músíkmix

Námskeiðið hentar þeim sem langar til að skapa og búa til tónlist á snjalltæki eða með rafmögnuðum hljóðgjöfum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur

Myndbandsgerð

Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndbönd með því að taka upp og klippa myndböndin í tölvu.

Unnið verður að því að búa til myndbönd um námskeið sem haldin eru í Fjölmennt.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 14 vikur

Radio Fjölmennt

 Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til þætti fyrir podcast/hlaðvarp sem eru stuttar hljóðupptökur á netinu eða útvarpsþættir um hin ýmsu mál, svo sem íþróttir, baráttumál, menningu og spjallþættir.

 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur

Rofar, tölvur og snjalltæki til virkni og samspils

Tilgangur námskeiðsins er að þátttakandinn með hjálp rofa, tölvu og/eða snjalltækis upplifi sig sem bæði geranda og félaga á eigin forsendum.

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur

Segjum sögur

Allir geta sagt sögu. Á námskeiðinu fá þátttakendur tækifæri til að segja sögur og nýtt verður tækni svo sem tölvu eða snjalltæki eftir þörfum. Að segja sögu gefur fólki rödd og aukið vald sem leiðir til sjálfseflingar. Sögur gera líf fólks ríkulegra; sögur úr hversdagslífinu, brandarar, skapandi sögur, sögur úr menningunni. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur

Sýndarveruleiki

Á þessu námskeiði verður hægt að skoða fjölbreytt úrval af 360° myndskeiðum sem henta þátttakendum með námserfiðleika og fólki sem hefur takmarkaða hreyfigetu.  Hægt verður að upplifa spennandi og grípandi aðstæður sem margir ná ef til vill ekki að upplifa í hinum raunverulega heimi. 

Lesa meira
Staður: Fjölmennt
Tími: 7 - 14 vikur