Snjalltæki og miðlun
Ljósmyndun
Á námskeiðinu æfum við okkur í að taka myndir á myndavél eða síma.
Þátttakendurnar læra að vinna með myndirnar í einföldu forriti og geta lært að birta þær á samfélagsmiðlum.
Lærðu að nýta tækin
Ertu nýbúin(n) að kaupa tölvu eða snjalltæki? Eða langar þig að læra að gera nýja hluti í tækinu þínu?
Á námskeiðinu læra þátttakendur hvernig hægt er að nota tölvu / snjalltæki á fjölbreyttan hátt.
Myndbandsgerð
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til myndbönd með því að taka upp og klippa myndböndin í tölvu.
Radio Fjölmennt
Á námskeiðinu læra þátttakendur að búa til sína eigin þætti fyrir podcast/hlaðvarp.
Podcast/hlaðvarp eru stuttar hljóðupptökur eða útvarpsþættir á netinu um hin ýmsu mál.
Sjálfstæðara líf með aðstoð sýndarveruleika
Námskeiðið er haldið í samstarfi við Þroskahjálp.
Á þessu námskeiði er hægt að æfa sig í sýndarveruleika í að mæta á kjörstað og kjósa, að taka strætó eða að leita sér aðstoðar eftir ofbeldi.
Sýndarveruleiki
Á námskeiðinu er hægt að skoða ólík 360° myndskeið og upplifa spennandi og grípandi aðstæður.